Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:48 Donald slær úr glompunni á 17. holunni á Merion. Nordicphotos/AFP Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira