Toyota sparar með fækkun íhluta Finnur Thorlacius skrifar 17. júní 2013 08:45 Toyota varði 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla á síðasta ári. Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent
Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent