Hraðskreiðasta sláttuvél heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 12:15 Að sjálfsögðu er Top Gear með puttana í því að skapa vitleysu eins og sláttuvél sem getur slegið gras á 210 kílómetra ferð. Það er samt Honda sem aðallega sér um smíðina á þessum gæðagrip, sem ætti náttúrulega að vera til á hverju heimili. Vélin verður með 110 hestafl mótor og nær 100 km hraða á 4 sekúndum. Það er hverri sláttuvél nauðsynlegt að mati Top Gear ætli menn ekki að vera allan daginn að slá hjá sér flötina. Sláttuvélinni er ætlað að bæta núgildandi heimsmet hvað hraðskreiðustu sláttuvélina varðar. Núverandi hraðamet sláttuvéla er 155 km/klst. Top Gear verður með grein um þessa öflugu sláttuvél í næsta tölublaði sínu sem kemur út á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Því verða lesendur að bíða í örfáa daga eftir nánari fréttum af þessum grip. Það er ekki mikið eftir af hinni upphaflegu sláttuvél sem gripurinn er byggður á, en hún hefur fengið mótor úr Honda VTR1000F mótorhjóli, afturöxul úr go-kart bíl, stýrisbúnað úr Morris Minor og dekk af keppnisfjórhjóli. Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent
Að sjálfsögðu er Top Gear með puttana í því að skapa vitleysu eins og sláttuvél sem getur slegið gras á 210 kílómetra ferð. Það er samt Honda sem aðallega sér um smíðina á þessum gæðagrip, sem ætti náttúrulega að vera til á hverju heimili. Vélin verður með 110 hestafl mótor og nær 100 km hraða á 4 sekúndum. Það er hverri sláttuvél nauðsynlegt að mati Top Gear ætli menn ekki að vera allan daginn að slá hjá sér flötina. Sláttuvélinni er ætlað að bæta núgildandi heimsmet hvað hraðskreiðustu sláttuvélina varðar. Núverandi hraðamet sláttuvéla er 155 km/klst. Top Gear verður með grein um þessa öflugu sláttuvél í næsta tölublaði sínu sem kemur út á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Því verða lesendur að bíða í örfáa daga eftir nánari fréttum af þessum grip. Það er ekki mikið eftir af hinni upphaflegu sláttuvél sem gripurinn er byggður á, en hún hefur fengið mótor úr Honda VTR1000F mótorhjóli, afturöxul úr go-kart bíl, stýrisbúnað úr Morris Minor og dekk af keppnisfjórhjóli.
Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent