100.000 pantanir í BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 10:15 BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent