100.000 pantanir í BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 10:15 BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent
BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent