100.000 pantanir í BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 10:15 BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent
BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent