Verksmiðjur Packard boðnar upp Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 10:15 Margar af byggingunum eru orðnar óhrjálegar Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim. Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent
Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim.
Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent