Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 14:15 Flóðin í Evrópu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent