Tvöföld óheppni Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2013 11:15 Allt á floti í málningu inni í bílnum og bilstjórinn líka Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent
Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent