Land Rover Defender lúxuskerra Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2013 08:45 Ekki ónýt innrétting í hráum torfærujeppa Land Rover Defender er einn hráasti bíll að innan sem kaupa má og eru sumir traktorar með íburðarmeiri innréttingar en hann. Það þýðir ekki að honum megi breyta. Carisma Auto Design sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og breytti þessum Defender í sannkallaða draumaveröld farþegans. Það er ekki ónýtt að geta farið á þessum bíl um óbyggðirnar í svo miklum lúxus að vart má finna hliðstæðu í Bugatti eða Jaguar bílum. Drekka má ískalt kampavínið uppúr kælunum sem finna má í bílnum og sæta lagi á milli hola til að væta kverkarnar. Einnig má horfa á góða bíómynd á leið upp fjöllin eða þvælast á netinu sitjandi í hvítu stöguðu leðrinu sem prýðir sætin. Ekki fylgir sögunni hversu mikið svona yfirhalning á Defender kostar, en það getur ekki verið ódýrt. Bíllinn er hinsvegar algerlega óbreyttur að utan.Ekki versnar það frá þessu sjónarhorni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent
Land Rover Defender er einn hráasti bíll að innan sem kaupa má og eru sumir traktorar með íburðarmeiri innréttingar en hann. Það þýðir ekki að honum megi breyta. Carisma Auto Design sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og breytti þessum Defender í sannkallaða draumaveröld farþegans. Það er ekki ónýtt að geta farið á þessum bíl um óbyggðirnar í svo miklum lúxus að vart má finna hliðstæðu í Bugatti eða Jaguar bílum. Drekka má ískalt kampavínið uppúr kælunum sem finna má í bílnum og sæta lagi á milli hola til að væta kverkarnar. Einnig má horfa á góða bíómynd á leið upp fjöllin eða þvælast á netinu sitjandi í hvítu stöguðu leðrinu sem prýðir sætin. Ekki fylgir sögunni hversu mikið svona yfirhalning á Defender kostar, en það getur ekki verið ódýrt. Bíllinn er hinsvegar algerlega óbreyttur að utan.Ekki versnar það frá þessu sjónarhorni
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent