Fótbolti

Blikum dæmdur 3-0 sigur gegn KR | Kristján Finnbogason ólöglegur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristján Finnbogason í leik með Fylki
Kristján Finnbogason í leik með Fylki Mynd / Getty Images
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Breiðablik 3-0 sigur á KR í eldri flokki karla 40+ en leikurinn fór fram þann 11. júní. KR þarf einnig að greiða 10.000 krónur í sekt.

Blikar kærðu úrslitin á þeim grundvelli að tveir leikmenn KR-inga væru ólöglegir í leiknum en hann fór 6-1 fyrir KR. Þeir voru Kristján Finnbogason, varamarkvörður Fylkis,  og Þorsteinn Guðjónsson, leikmaður Þróttar R.

Fram kemur í úrskurði KSÍ að KR-ingar fengu að tjá sig um málið:

"Eitt viljum við benda á að Breiðablik var einnig með ólöglegan leikmann, Hákon Sverrisson en þessi mikli Bliki er skráður í Augnablik þar sem hann þjálfaði síðast leikmenn á meistaraflokksaldri. Okkur dettur ekki í hug að leggja fram kæru vegna hans, hann er Bliki og spilar fótbolta sér til skemmtunar og ánægju með sínu félagi og sínum gömlu félögum. Reyndar vorum við að spá í því að gera það um leið og við fréttum af kærunni vegna þess að við vissum að hann væri ólöglegur en við unnum leikinn 6-1. En þetta virðist vera eina leiðin fyrir Blika til að eiga möguleika á móti okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×