Handbolti

Duvnjak bestur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Domagoj Duvnjak í leik með Hamburg
Domagoj Duvnjak í leik með Hamburg Mynd / Getty Images
Handknattleiksmaðurinn  Domagoj Duvnjak,  leikmaður Hamburg, hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar, en það voru þjálfarar og fyrirliðar í deildinni sem stóðu að valinu.

Þetta var tilkynnt í nýjasta blaði Handball-Magazin en þessi 25 ára miðjumaður fékk rúmlega helming atkvæða.

Það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna 18 í deildinni sem tóku þátt í valinu í samvinnu við handboltatímaritið Handball-Magazin.

Króatinn stjórnaði liðið sínu að Evrópumeistaratitli á tímabilinu en hann hefur nú þegar gert samning við Kiel sem urðu þýskir meistarar og bikarmeistarar á tímabilinu.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×