Ford hættir framleiðslu Harley Davidson útgáfu F-150 Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 08:45 Ford F-150 Harley Davidson pallbíll og Harley Davidson mótorhjól Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent
Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent