Nissan hrellir aðra bílaframleiðendur með verðlækkunum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 13:15 Nissan er ekki á bremsunni um þessar mundir Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lækkað 7 af bílgerðum sínum umtalsvert í því augnamiði að ná meiri markaðshlutdeild vestanhafs. Í síðasta mánuði báru lækkanirnar tilætlaðan árangur og óx sala Nissan bíla þar um 25%, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalsaukningin. Nissan er að nýta sér mikla lækkun japanska yensins gagnvart dollar, sem numið hefur 15% á árinu. Fyrir vikið getur Nissan slegið af um 1.500 dollara á hverjum bíl án þess að það hafi neikvæð áhrif á afraksturinn. Bandarísku framleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler reyna hvað þeir geta til að keppa gegn þessu útspili Nissan, en þau höfðu áður þurft að lækka bíla sína til að höfða til kaupenda, en höfðu að mestu aflagt þá aðferð, enda gekk sala þeirra vel fram að þessu útspili Nissan. Það voru einmitt tíðar verðlækkanir og tilboð sem keyrðu alla bandarísku framleiðendurna til gjaldþrots árið 2009 og þeir vilja sannarlega ekki feta þessa slóð aftur. Því eru þeir logandi hræddir að Toyota muni fylgja í kjölfar Nissan og þá Honda elta þá líka og þá yrði fjandinn laus. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lækkað 7 af bílgerðum sínum umtalsvert í því augnamiði að ná meiri markaðshlutdeild vestanhafs. Í síðasta mánuði báru lækkanirnar tilætlaðan árangur og óx sala Nissan bíla þar um 25%, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalsaukningin. Nissan er að nýta sér mikla lækkun japanska yensins gagnvart dollar, sem numið hefur 15% á árinu. Fyrir vikið getur Nissan slegið af um 1.500 dollara á hverjum bíl án þess að það hafi neikvæð áhrif á afraksturinn. Bandarísku framleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler reyna hvað þeir geta til að keppa gegn þessu útspili Nissan, en þau höfðu áður þurft að lækka bíla sína til að höfða til kaupenda, en höfðu að mestu aflagt þá aðferð, enda gekk sala þeirra vel fram að þessu útspili Nissan. Það voru einmitt tíðar verðlækkanir og tilboð sem keyrðu alla bandarísku framleiðendurna til gjaldþrots árið 2009 og þeir vilja sannarlega ekki feta þessa slóð aftur. Því eru þeir logandi hræddir að Toyota muni fylgja í kjölfar Nissan og þá Honda elta þá líka og þá yrði fjandinn laus.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent