Banaslys í Le Mans þolakstrinum Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 18:54 Danski ökuþórinn Allan Simonsen lést er er hann ók bíl sínum á öryggisgirðingu í Le mans keppninni sem nú stendur yfir. Saga Le Mans er því miður þyrnum stráð og margur ökumaðurinn hefur látist í þessari erfiðu keppni. Slysið átti sér stað er aðeins 10 mínútur voru liðnar af keppninni. Allan var fluttur á spítala eftir slysið en var útskurðaður látinn fljótlega eftir komuna þangað. Allan ók Aston Martin bíl ásamt tveimur öðrum ökumönnum sem skiptast á um aksturinn og voru þeir allir Danir, auk hans Christoffer Nygaard og Kristian Poulsen. Allen var 34 ára gamall. Í myndskeiðinu að ofan sjást þessar 10 fyrstu mínútur keppninnar og endar á þessu hörmulega slysi. Ekki fylgir fréttinni um slysið að keppni hafið verið hætt vegna þess. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Danski ökuþórinn Allan Simonsen lést er er hann ók bíl sínum á öryggisgirðingu í Le mans keppninni sem nú stendur yfir. Saga Le Mans er því miður þyrnum stráð og margur ökumaðurinn hefur látist í þessari erfiðu keppni. Slysið átti sér stað er aðeins 10 mínútur voru liðnar af keppninni. Allan var fluttur á spítala eftir slysið en var útskurðaður látinn fljótlega eftir komuna þangað. Allan ók Aston Martin bíl ásamt tveimur öðrum ökumönnum sem skiptast á um aksturinn og voru þeir allir Danir, auk hans Christoffer Nygaard og Kristian Poulsen. Allen var 34 ára gamall. Í myndskeiðinu að ofan sjást þessar 10 fyrstu mínútur keppninnar og endar á þessu hörmulega slysi. Ekki fylgir fréttinni um slysið að keppni hafið verið hætt vegna þess.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent