Golf

Haraldur Franklín kominn í 16-manna úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Golf.is
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistarinn í golfi, er að gera það gott á Opna breska áhugamannamótinu. Hann er nú kominn áfram í 16-manna úrslit.

Alls 288 kylfingar hófu keppni í mótinu en efstu 64 keppendurnir komust í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þá tók við holukeppni og hefur Haraldur nú lagt tvo keppendur að velli og er kominn í 16-manna úrslitin.

Hann vann heimamanninn Michael Saunders með tveggja vinninga forskoti í fyrstu umferðinni og svo Victor Lange fá Suður-Afríku í morgun, 4&2. Hann mætir næst Ítalanum Renato Paratore í 16-manna úrslitunum síðar í dag.

Það er mikið í húfi því sigurvegari mótsins fær þátttökurétt í Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram um miðjan næsta mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×