"Höfum séð mikla galla við þetta fyrirkomulag" Hjörtur Hjartarson skrifar 30. júní 2013 18:30 Evrópuráðsþingið samþykkti í fyrradag ályktun laga- og mannréttindanefndar þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að stjórnmálamenn eigi ekki að sæta ákærum vegna pólitískra ákvarðanna. Þær eigi að leggja í dóm kjósenda en lögbrot eigi að meðhöndla eins og hjá öðrum borgurum, það er fyrir almennum dómstólum. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Þar segir meðal annars að ályktun Evrópuráðsins sé stórsigur fyrir sig og sinn málstað. Niðurstaðan lýsi fordæmingu á pólitískum sakamálaréttarhöldum og bendir á að ályktun ráðsins sé sérstaklega lögð fram vegna Landsdómsmálaferlanna gegn sér og vegna réttarhaldanna gegn Júlíu Tímóshjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Þá segir Geir að Þuríður Backmann hafi orðið sér til minnkunnar á alþjóðlegum vettvangi með séráliti sínu og undirstriki það enn frekar það pólitíska ofstæki sem að baki lá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fljótlega yrði hafin vinna við að breyta lögunum um Landsdóm og í kjölfarið leggja hann niður. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um málið innan ríkisstjórnarinnar. "Við höfum svo sem ekkert rætt þetta sérstaklega eftir niðurstöðu Evrópuráðsþingsins en ég á von á að við gerum það. Svo myndi ég halda að þingið vildi hafa aðkomu að þessu og gæti jafnvel átt frumkvæðið að vinnu við endurskoðun Landsdóms." Sigmundur telur að Landsdómur verði lagður niður í nánustu framtíð. "Við höfum auðvitað séð mikla galla á þessu fyrirkomulagi svoleiðis að mér þykir það líklegt að Landsdómur verði lagður niður en til þess þarf auðvitað stjórnarskrárbreytingu." Landsdómur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti í fyrradag ályktun laga- og mannréttindanefndar þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að stjórnmálamenn eigi ekki að sæta ákærum vegna pólitískra ákvarðanna. Þær eigi að leggja í dóm kjósenda en lögbrot eigi að meðhöndla eins og hjá öðrum borgurum, það er fyrir almennum dómstólum. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Þar segir meðal annars að ályktun Evrópuráðsins sé stórsigur fyrir sig og sinn málstað. Niðurstaðan lýsi fordæmingu á pólitískum sakamálaréttarhöldum og bendir á að ályktun ráðsins sé sérstaklega lögð fram vegna Landsdómsmálaferlanna gegn sér og vegna réttarhaldanna gegn Júlíu Tímóshjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Þá segir Geir að Þuríður Backmann hafi orðið sér til minnkunnar á alþjóðlegum vettvangi með séráliti sínu og undirstriki það enn frekar það pólitíska ofstæki sem að baki lá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fljótlega yrði hafin vinna við að breyta lögunum um Landsdóm og í kjölfarið leggja hann niður. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um málið innan ríkisstjórnarinnar. "Við höfum svo sem ekkert rætt þetta sérstaklega eftir niðurstöðu Evrópuráðsþingsins en ég á von á að við gerum það. Svo myndi ég halda að þingið vildi hafa aðkomu að þessu og gæti jafnvel átt frumkvæðið að vinnu við endurskoðun Landsdóms." Sigmundur telur að Landsdómur verði lagður niður í nánustu framtíð. "Við höfum auðvitað séð mikla galla á þessu fyrirkomulagi svoleiðis að mér þykir það líklegt að Landsdómur verði lagður niður en til þess þarf auðvitað stjórnarskrárbreytingu."
Landsdómur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira