Mercedes Benz S-Class Plug-in Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 14:15 Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent