Slæm athyglisgáfa eða hröð förgun? Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 10:30 Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent