Slæm athyglisgáfa eða hröð förgun? Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 10:30 Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent
Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent