Útskrifast með bíllykla Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 13:57 Glaðir útskriftarnemendur Flestum dugar það við útskrift að fá viðurkenningarskjal um árangur sinn en aðrir fá að auki lykla af bíl. Svona er það samt hjá fjórum útskriftarnemum við háskóla einn í miðhluta Flórídafylkis. Það eru ekki foreldrar stúdentanna sem standa fyrir þessum gjöfum heldur bílasala ein í nágrenninu. Bílarnir eru reyndar ekki glænýir en þrír þeirra eru Nissan Versa árgerð 2012 og einn 2011 árgerð af Chevrolet Impala. Þessar gjafir bílasölunnar hófust árið 1998 og síðan þá hefur hún gefið 54 bíla og kostnaðurinn við það verið 600.000 dollarar. Þeir sem unnið hafa bílana eru allir yfirburðanemendur sem hafa fengið A í öllum sínum áföngum og eru gjafirnar hugsaðar til að einfalda þeim lífið við frekara nám. Hefur verkefnið verið kallað "Wheels for A´s". Að þessu sinni voru 7.000 nemendur og foreldrar sem urðu vitni af afhendingu bílanna við útskriftirnar og telur bílasalan að það hafi mikið auglýsingagildi auk þess sem stjórnendur bílasölunnar vilja leggja til samfélagsins með þessum hætti. Á næsta ári ætlar bílasalan að gefa 5 bíla í þessu vinalega verkefni sínu, "Wheels for A´s". Einhverju virðist þetta hafa skilað bílasölunni því sumir af þeim heppnu hafa gegnum árin einmitt keypt nýja bíla af henni eftir að skólagöngu lauk. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent
Flestum dugar það við útskrift að fá viðurkenningarskjal um árangur sinn en aðrir fá að auki lykla af bíl. Svona er það samt hjá fjórum útskriftarnemum við háskóla einn í miðhluta Flórídafylkis. Það eru ekki foreldrar stúdentanna sem standa fyrir þessum gjöfum heldur bílasala ein í nágrenninu. Bílarnir eru reyndar ekki glænýir en þrír þeirra eru Nissan Versa árgerð 2012 og einn 2011 árgerð af Chevrolet Impala. Þessar gjafir bílasölunnar hófust árið 1998 og síðan þá hefur hún gefið 54 bíla og kostnaðurinn við það verið 600.000 dollarar. Þeir sem unnið hafa bílana eru allir yfirburðanemendur sem hafa fengið A í öllum sínum áföngum og eru gjafirnar hugsaðar til að einfalda þeim lífið við frekara nám. Hefur verkefnið verið kallað "Wheels for A´s". Að þessu sinni voru 7.000 nemendur og foreldrar sem urðu vitni af afhendingu bílanna við útskriftirnar og telur bílasalan að það hafi mikið auglýsingagildi auk þess sem stjórnendur bílasölunnar vilja leggja til samfélagsins með þessum hætti. Á næsta ári ætlar bílasalan að gefa 5 bíla í þessu vinalega verkefni sínu, "Wheels for A´s". Einhverju virðist þetta hafa skilað bílasölunni því sumir af þeim heppnu hafa gegnum árin einmitt keypt nýja bíla af henni eftir að skólagöngu lauk.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent