Pistill: Ekki nóg að vera bara með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Nordic Photos / Getty Images Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands. Pistillinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands.
Pistillinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira