Upplýsingar á framrúðu aukast Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 12:12 Head-up display tækni í BMW bíl Bílum þar sem upplýsingum frá mælum er varpað uppá framrúðu bílsins fer sífjölgandi. Á síðasta ári voru samt aðeins 2% nýrra seldra bíla með þessari tækni, en því er spáð að þeir verði orðnir 9% seldra bíla árið 2020. Þessi tækni sem nefnd er Head-up display á ensku þykir góð öryggisviðbót í bílum þar sem hún gerir ökumönnum kleift að taka ekki augun að veginum því allar mikilvægustu upplýsingarnar birtast á framrúðunni. Það er ekki mjög flókin tækni sem býr að baki þar sem ljósi frá myndvarpa í mælaborðinu er lýst uppá rúðuna. Þar birtast helst upplýsingar eins og hraði, snúningshraði vélar, upplýsinga úr leiðsögukerfi og viðvaranir af ýmsu tagi. Einn hængur er á notkun þessarar tækni, ef ökumenn eru með Polaroid sólgleraugu sjá þeir vart það sem birtist. Helsta ástæða þess að þessi ágæti búnaður er ekki í flestum bílum ennþá er fólginn í verðinu, en hann kostar um 1.000 dollara, eða 125.000 krónur. Það á þó eftir að lækka, eins og á við flestar aðrar tækninýjungar og fyrir vikið verða algengari. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent
Bílum þar sem upplýsingum frá mælum er varpað uppá framrúðu bílsins fer sífjölgandi. Á síðasta ári voru samt aðeins 2% nýrra seldra bíla með þessari tækni, en því er spáð að þeir verði orðnir 9% seldra bíla árið 2020. Þessi tækni sem nefnd er Head-up display á ensku þykir góð öryggisviðbót í bílum þar sem hún gerir ökumönnum kleift að taka ekki augun að veginum því allar mikilvægustu upplýsingarnar birtast á framrúðunni. Það er ekki mjög flókin tækni sem býr að baki þar sem ljósi frá myndvarpa í mælaborðinu er lýst uppá rúðuna. Þar birtast helst upplýsingar eins og hraði, snúningshraði vélar, upplýsinga úr leiðsögukerfi og viðvaranir af ýmsu tagi. Einn hængur er á notkun þessarar tækni, ef ökumenn eru með Polaroid sólgleraugu sjá þeir vart það sem birtist. Helsta ástæða þess að þessi ágæti búnaður er ekki í flestum bílum ennþá er fólginn í verðinu, en hann kostar um 1.000 dollara, eða 125.000 krónur. Það á þó eftir að lækka, eins og á við flestar aðrar tækninýjungar og fyrir vikið verða algengari.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent