Kýr strunsar burt úr árekstri Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 13:15 Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent