Sex ára drengur á þaki fjölskyldubílsins í 5 km Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 09:15 Frá þjóðvegi í Alaska Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent
Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent