Ný tækni Ford til smíði frumgerða bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2013 08:45 Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu. Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent
Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu.
Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent