Sóley sló persónulegt met í Sandá Hanna Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2013 15:15 Sóley Kristjánsdóttir ásamt eiginmanni sínum Frey Frostasyni með 85 sentimetra hrygnu sem Sóley veiddi í Sandá í Þistilfirði um síðustu helgi. „Ég var í svona korter ná henni , hún var alveg brjáluð,“ segir Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um stærðarinnar hrygnu sem hún veiddi í Sandá í Þistilfirði síðustu helgi. Hrygnan mældist 85 sentimetrar og er stærsti fiskur sem Sóley hefur veitt. Sóley sem var í veiði í ánni ásamt eiginmanni sínum og vinum segir hrygnuna augljóslega hafa lent í miklum ævintýrum áður en hún náði henni á land. „Hún hafði verið veidd daginn áður af vini mínum og var auðþekkjanleg því hún var mjög rispuð og illa farin. Líklega eftir sel. Hún hefur því greinilega reynt ýmislegt þessi hrygna, en við slepptum henni aftur og hún væntanlega lent í nýjum ævintýrum.“ Sóley sem smitaðist af veiðidellu fyrir um 11 árum segir fiskana hafa verið fáa í ánni en mjög stóra. „Ég veiddi þennan á litla einkrækju sem hnýtt var með Portlandbragðinu á flugu sem heitir Johnnie Walker. Þetta er fluga sem vann fluguhnýtingakeppni í veiðibúðinni Veiðiflugur og hefur reynst mér vel.“ Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Mokið heldur áfram í Blöndu Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði
„Ég var í svona korter ná henni , hún var alveg brjáluð,“ segir Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni um stærðarinnar hrygnu sem hún veiddi í Sandá í Þistilfirði síðustu helgi. Hrygnan mældist 85 sentimetrar og er stærsti fiskur sem Sóley hefur veitt. Sóley sem var í veiði í ánni ásamt eiginmanni sínum og vinum segir hrygnuna augljóslega hafa lent í miklum ævintýrum áður en hún náði henni á land. „Hún hafði verið veidd daginn áður af vini mínum og var auðþekkjanleg því hún var mjög rispuð og illa farin. Líklega eftir sel. Hún hefur því greinilega reynt ýmislegt þessi hrygna, en við slepptum henni aftur og hún væntanlega lent í nýjum ævintýrum.“ Sóley sem smitaðist af veiðidellu fyrir um 11 árum segir fiskana hafa verið fáa í ánni en mjög stóra. „Ég veiddi þennan á litla einkrækju sem hnýtt var með Portlandbragðinu á flugu sem heitir Johnnie Walker. Þetta er fluga sem vann fluguhnýtingakeppni í veiðibúðinni Veiðiflugur og hefur reynst mér vel.“
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Mokið heldur áfram í Blöndu Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði