7 ára ábyrgð Kia hefur góð áhrif á endursöluverð Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 08:45 Kia Sorento er með 7 ára ábyrgð Kia er eini bílaframleiðandinn sem býður 7 ára, 150.000 km, ábyrgð á bílum sínum. Ábyrgðin markaði nokkuð tímamót innan bílaheimsins þegar hún var fyrst kynnt árið 2010 og nýjar niðurstöður sýna að hún hefur jákvæð áhrif á endursöluverð Kia bíla. Kia leitaði til EurotaxGlass´s, fyrirtækis á sviði gagnaöflunar um bílamarkaðinn, og fékk það til að afla gagna og setja fram greiningu á þeim áhrifum sem ábyrgð Kia hefur haft á endursöluvirði notaðra Kia bíla. Markaðssérfræðingar EurotaxGlass’s greindu verð á mörg þúsund notuðum Kia bílum í Þýskalandi og beittu fjölþátta aðhvarfsgreiningu til að meta áhrif 7 ára ábyrgðarinnar á endursöluverð. Niðurstöður EurotaxGlass’s voru þær að ábyrgðin hefur umtalsverð og jákvæð áhrif á verð notaðra bíla. Fyrirtækið gat fært sönnur á jákvæð áhrif á endursöluverð allra þessara gerða sem tengist með beinum hætti 7 ára ábyrgðinni. Hækkun á endursöluverði var á bilinu 250 til 550 evrur eftir gerðum og var miðað við tveggja ára gamla bíla sem hafði verið ekið um 40.000 km. Rannsókn EurotaxGlass’s sýnir að kaupandi nýs Kia cee'd hagnast verulega vegna hækkunar á endursöluvirði bílsins. Hún getur numið allt að 6 prósentum sem rakið er til 7 ára ábyrgðarinnar. „Kaupendur notaðra bíla sjá mikinn ábata í ábyrgðinni og þeir sjá einnig að hún er peninganna virði. Þar sem ábyrgð Kia er færanleg yfir til næsta eiganda veitir hún kaupanda notaðs Kia bíls fullkomna hugarró,“ segir Christof Engelskirchen, yfirmaður hjá EurotaxGlass’s. „Við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir kostum ábyrgðarinnar fyrir kaupendur Kia bíla og þeim góðu móttökum sem hún hefur hlotið úti á markaðnum. Og við erum afar ánægðir að sjá svo jákvæðar niðurstöður í þessu mati á áhrifum ábyrgðarinnar á endursöluverðið,“ segir Michael Cole, yfirmaður hjá Kia Motors Evrópu. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Kia er eini bílaframleiðandinn sem býður 7 ára, 150.000 km, ábyrgð á bílum sínum. Ábyrgðin markaði nokkuð tímamót innan bílaheimsins þegar hún var fyrst kynnt árið 2010 og nýjar niðurstöður sýna að hún hefur jákvæð áhrif á endursöluverð Kia bíla. Kia leitaði til EurotaxGlass´s, fyrirtækis á sviði gagnaöflunar um bílamarkaðinn, og fékk það til að afla gagna og setja fram greiningu á þeim áhrifum sem ábyrgð Kia hefur haft á endursöluvirði notaðra Kia bíla. Markaðssérfræðingar EurotaxGlass’s greindu verð á mörg þúsund notuðum Kia bílum í Þýskalandi og beittu fjölþátta aðhvarfsgreiningu til að meta áhrif 7 ára ábyrgðarinnar á endursöluverð. Niðurstöður EurotaxGlass’s voru þær að ábyrgðin hefur umtalsverð og jákvæð áhrif á verð notaðra bíla. Fyrirtækið gat fært sönnur á jákvæð áhrif á endursöluverð allra þessara gerða sem tengist með beinum hætti 7 ára ábyrgðinni. Hækkun á endursöluverði var á bilinu 250 til 550 evrur eftir gerðum og var miðað við tveggja ára gamla bíla sem hafði verið ekið um 40.000 km. Rannsókn EurotaxGlass’s sýnir að kaupandi nýs Kia cee'd hagnast verulega vegna hækkunar á endursöluvirði bílsins. Hún getur numið allt að 6 prósentum sem rakið er til 7 ára ábyrgðarinnar. „Kaupendur notaðra bíla sjá mikinn ábata í ábyrgðinni og þeir sjá einnig að hún er peninganna virði. Þar sem ábyrgð Kia er færanleg yfir til næsta eiganda veitir hún kaupanda notaðs Kia bíls fullkomna hugarró,“ segir Christof Engelskirchen, yfirmaður hjá EurotaxGlass’s. „Við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir kostum ábyrgðarinnar fyrir kaupendur Kia bíla og þeim góðu móttökum sem hún hefur hlotið úti á markaðnum. Og við erum afar ánægðir að sjá svo jákvæðar niðurstöður í þessu mati á áhrifum ábyrgðarinnar á endursöluverðið,“ segir Michael Cole, yfirmaður hjá Kia Motors Evrópu.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent