Fékk loks að kaupa mótorhjól og lét lífið eftir 5 km Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 11:03 Barry heitinn hafði lengi dreymt um að eignast Harley Davidson Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent