Stóra nærbuxnamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:30 Baldur í undirbuxunum Myn/Stefán Karlasson Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis." Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira