Stóra nærbuxnamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 15:30 Baldur í undirbuxunum Myn/Stefán Karlasson Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis." Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. „Meinarðu stóra nærbuxnamálið?" spurði laufléttur Baldur Sigurðsson þegar blaðamaður spurði hann út í áminninguna í Belfast. Baldur spilar ávalt í undirbuxum undir stuttbuxum sínum og var Evrópuleikurinn engin undantekning. „Þær eru svartar öðru megin og gráar hinum megin. Ég sný þeim bara við þegar ég spila í hvítu stuttbuxunum," segir Baldur. Allajafna spila KR-ingar í svörtum stuttbuxum við sína hefðbundnu svörtu og hvítu treyju. Með appelsínugulri varatreyju nota KR-ingar hins vegar hvítar stuttbuxur. Bannað er að spila í undirbuxum í öðruvísi lit en stuttbuxurnar. „Dómararnir komu inn í klefa fyrir leik og skoðuðu okkur. Takkaskó og annað," segir Baldur. Sömu sögu hafi verið að segja í göngunum fyrir leik þegar nokkrir leikmenn KR voru sendir aftur inn í klefa til þess að laga sokka sína. Mývetningurinn fékk hins vegar engar athugasemdir.Baldur í Evrópuleik gegn HJK Helsinki í fyrra í svörtum undirbuxum.Mynd/Daníel„Á 30. mínútu er ég svo tæklaður og dómarinn gefur andstæðingnum gult spjald. Ég stend upp, meiði mig aðeins og er að komast af stað þegar dómarinn flautar agalega hátt," segir Baldur. Skipti þá engum toga. Baldur fékk áminningu og var gert að fara af velli og afklæðast buxunum. „Þetta var fáránlegt," segir Baldur ósáttur. Að hans sögn hafa dómarar á Íslandi sagt honum að þótt undirbuxurnar væru gráar væri það innan marka. Baldur er sérstaklega svekktur við spjaldið enda er hann nú aðeins einu spjaldi frá leikbanni. „Við vorum komnir í 1-0 og lítið að frétta hjá þeim á þessum tímapunkti," segir Baldur. Hann ætlar ekki að taka neina áhættu hvað undirbuxurnar varðar í Evrópuleikjunum gegn Standard Liege. „Ég ætla að fara til dómarans fyrir leik og biðja hann leyfis."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira