Dóttirin lyfti bíl ofan af föður sínum Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2013 09:15 Það er þekkt að fólk virðist búa af ofurkröftum þegar mikið liggur við en ekki er þó víst að allar dætur séu færar um að lyfta heilum jeppa ofan af pabba sínum eftir að tjakkurinn hefur gefið sig. Dóttirin, sem er 22 ára munaði ekkert um að lyfta 1.600 kílóa Jeep jeppa eftir að hann lá fastur undir bílnum öskrandi af kvölum. Faðirinn hafði gert þau klassísku mistök að setja ekki búkka undir bíl sinn áður en hann hóf að skipta um bremsuborða á bílnum, heldur lét tjakkinn duga og hefur það orðið mörgum aldurtila. Það eru heldur ekki allir sem eiga svo öfluga dóttur og hann til að lyfta bílnum ofan af sér. Dóttirin sagði eftir hildarleikinn að eitthvað óútskýranlegt adrenalínkikk hafi hjálpað henni og ekkert annað hafi komið til greina en að lyfta bílnum. Þó svo að hún hafi nú ekki þurft að lyfta öllum 1.600 kílóum bílsins sé það töluverður þungi sem hvílir á hvoru dekki, svo ekki sé talað um ef sá hluti bílsins liggur neðst. Faðirinn gengur nú við hækjur eftir að hafa meiðst á fæti og dóttir hans er aðeins aum í baki, en mun jafna sig fljótt. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Það er þekkt að fólk virðist búa af ofurkröftum þegar mikið liggur við en ekki er þó víst að allar dætur séu færar um að lyfta heilum jeppa ofan af pabba sínum eftir að tjakkurinn hefur gefið sig. Dóttirin, sem er 22 ára munaði ekkert um að lyfta 1.600 kílóa Jeep jeppa eftir að hann lá fastur undir bílnum öskrandi af kvölum. Faðirinn hafði gert þau klassísku mistök að setja ekki búkka undir bíl sinn áður en hann hóf að skipta um bremsuborða á bílnum, heldur lét tjakkinn duga og hefur það orðið mörgum aldurtila. Það eru heldur ekki allir sem eiga svo öfluga dóttur og hann til að lyfta bílnum ofan af sér. Dóttirin sagði eftir hildarleikinn að eitthvað óútskýranlegt adrenalínkikk hafi hjálpað henni og ekkert annað hafi komið til greina en að lyfta bílnum. Þó svo að hún hafi nú ekki þurft að lyfta öllum 1.600 kílóum bílsins sé það töluverður þungi sem hvílir á hvoru dekki, svo ekki sé talað um ef sá hluti bílsins liggur neðst. Faðirinn gengur nú við hækjur eftir að hafa meiðst á fæti og dóttir hans er aðeins aum í baki, en mun jafna sig fljótt.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent