Fjórtán mánaða stúlka keypti bíl með snjallsíma föðurins Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 15:30 Dóttirin við hlið bílsins aldna Börnum finnst gaman að leika sér að snjallsímum foreldra sinna, en það getur reynst varhugavert eins og faðir einn Portland í Oregon fylki í Bandaríkjunum fékk að reyna. Dóttir hans var að fikta í síma hans og það leiddi til þess að hún keypti illa farinn fornbíl, Austin Healy Sprite, þó á aðeins 225 dollara. Kannski hefur hún mikið vit á viðskiptum eða mikinn áhuga á fornbílum, en líklegra er þó að tilviljunin ein hafi ráðið för. Foreldrunum brá eðlilega við viðskiptin en tóku þá ákvörðun að láta slag standa og er nú bíllinn fyrir utan hús þeirra og dóttirin stendur stolt við hlið hans á myndinni. Bíllinn þarf töluverðra viðgerð við og í það verður ráðist og hver veit nema fjölskyldan verði á endanum ferlega ánægð með þessi fyrstu kaup dótturinnar uppátækjasömu og hún muni aka á honum um götur Portland þegar hún nær 16 ára áldri. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Börnum finnst gaman að leika sér að snjallsímum foreldra sinna, en það getur reynst varhugavert eins og faðir einn Portland í Oregon fylki í Bandaríkjunum fékk að reyna. Dóttir hans var að fikta í síma hans og það leiddi til þess að hún keypti illa farinn fornbíl, Austin Healy Sprite, þó á aðeins 225 dollara. Kannski hefur hún mikið vit á viðskiptum eða mikinn áhuga á fornbílum, en líklegra er þó að tilviljunin ein hafi ráðið för. Foreldrunum brá eðlilega við viðskiptin en tóku þá ákvörðun að láta slag standa og er nú bíllinn fyrir utan hús þeirra og dóttirin stendur stolt við hlið hans á myndinni. Bíllinn þarf töluverðra viðgerð við og í það verður ráðist og hver veit nema fjölskyldan verði á endanum ferlega ánægð með þessi fyrstu kaup dótturinnar uppátækjasömu og hún muni aka á honum um götur Portland þegar hún nær 16 ára áldri.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent