Sport

Heimsmeistari tekur sér hlé

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Idowu átti við meiðsli að stríða í aðdraganda Ólympíuleikanna síðastliðið sumar. Hann komst ekki í úrslit.
Idowu átti við meiðsli að stríða í aðdraganda Ólympíuleikanna síðastliðið sumar. Hann komst ekki í úrslit. Nordicphotos/Getty
Phillips Idowu, fyrrverandi heimsmeistari í þrístökki, hefur ákveðið að taka sér hlé frá iðkun sinni. Stökkvarinn 34 ára verður því ekki á meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í Moskvu í ágúst.

„Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að taka mér hlé frá frjálsíþróttaiðkun minni. Ég tel þetta rétta tímann en ákvörðunin var ekki auðveld," segir Idowu.

Idowu, sem varð heimsmeistari í Berlín 2009 og nældi í silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008, segir hlakka til að snina öðrum áhugamálum og tækifærum sem bjóðist honum í hléi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×