Tvennskonar Game of Thrones-ferðir á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. júlí 2013 12:20 Frá tökum á Íslandi í fyrra. MYND/VILHELM Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland. Game of Thrones Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira
Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland.
Game of Thrones Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira