Golf

Titilvörnin hafin með stæl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haraldur Franklín fékk sex fugla og þrjá skolla á holunum átján.
Haraldur Franklín fékk sex fugla og þrjá skolla á holunum átján. Mynd/GSÍmyndir.net
Haraldur Franklín Magnús úr GR spilaði fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik á Korpu á þremur höggum undir pari vallarins.

Haraldur, sem á titil að verja frá því á Hellu í fyrra, fór hringinn á 68 höggum. Á hæla honum kemur Rúnar Arnórsson úr GK á 70 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson, Theodór Ingi Gíslason, Alfreð Brynjar Kristinsson og Arnar Freyr Jónsson deila þriðja sætinu en þeir léku völlinn á pari.

Theodór Ingi hefur þó aðeins lokið níu holum þegar þetta er skrifað. Heildarstöðuna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×