Sprengdu bíl í steggjapartýi Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 10:08 Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent
Margir misgáfulegir hlutir hafa verið gerðir í þeim gleðskap sem haldnir eru fyrir tilvonandi brúðguma, svokölluðum steggjapartýum. Sumum steggjum er hent uppí flugvél, öðrum í teygjustökk og enn aðrir fá að reyna fallhlífarstökk. Ekki er þó, svo vitað sé, algengt að heilu bílarnir séu sprengdir í loft upp til að gleðja stegginn. Það var þó gert í þessu steggjapartýi. Bíllinn sem fær að finna fyrir þeim 20 kílóum af sprengiefni sem í hann var sett er Volkswagen Jetta árgerð 1998. Steggurinn fékk að sjálfsögðu að taka í gikk þess riffils sem virkjar sprengiefnin og skaut hann á bílinn á næstum 300 metra færi. Bíllinn springur í kjölfarið í tætlur og brot úr honum hendast hundruði metra uppí loftið. Sjá má þessa uppákomu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent