Leikjavísir

Sony gerir Gran Turismo kvikmynd

Finnur Thorlacius skrifar
Gran Turismo tölvuleikurinn er orðinn svo eðlilegur að þar jaðrar við kvikmyndagæði
Gran Turismo tölvuleikurinn er orðinn svo eðlilegur að þar jaðrar við kvikmyndagæði
Samkvæmt innanbúðarfréttum frá Hollywood ætlar Sony að gera kvikmynd byggða á tölvleiknum Gran Turismo sem gerður er fyrir PlayStation. Flestir lesa svo í þessi áform að Sony vilji með því keppa við Fast and Furious myndirnar með gerð hennar, sem og Need for Speed kvikmynd sem er víst í smíðum.

Hvernig hægt er að gera kvikmynd byggða á tölvuleik sem þessum er hinsvegar nokkuð óljóst, en flest er nú mögulegt í draumasmiðju Hollywood. Ef til vill verður myndin einhverskonar samkrull við næstu útgáfu leiksins, en von er á Gran Turismo 6 jafnvel á þessu ári, eða í byrjun þess næsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×