Ók með krafttöng í stað stýris Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 08:45 Krafttöng í stað stýris Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent
Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent