Loftpúðar í mótorhjólafatnað Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 09:20 Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent
Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent