Benz vinsælastur hjá bílþjófum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 10:45 Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent
Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent