Ford Ranger í Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 14:45 Ford Ranger bíllinn sem keppa mun í Dakar þolakstursrallinu Ford ætlar að senda tvo bíla til þátttöku í Dakar rallinu á næsta ári sem fer fram í janúar. Ford hefur smíðað tvo sérútbúna Ranger pallbíla sem verða örugglega enn hæfari til hraðaksturs í erfiðu landslagi en hinn öflugi Ford F-150 SVT Raptor, sem fyrirtækið býður almenningi til sölu. Bíllinn verður með 350 hestafla V8 vél úr Ford Mustang og sex gíra skiptingu. Hámarkshraði bílsins er reyndar ekkert sérstaklega hár, eða 170 km/klst. Bensíntankur bílsins er engin smámíði og tekur hann 500 lítra, sem ekki er vanþörf á í svona keppni. Þessir tveir Ranger bílar eru smíðaðir í S-Afríku af fjölþjóða hópi. Ökumenn bílanna tveggja munu fá aðstoð frá 24 manna hópi frá Ford á meðan keppnin stendur yfir. Dakar keppnin stendur frá 5. til 18. janúar og eknir verða rúmlega 8.500 kílómetrar frá Argentínu til Chile og er það í 6. skipti sem ekið er á þeim slóðum, en keppnin á næsta ári verður sú 35. í röðinni. Yfir einn milljarður manns sáu sjónvarpsútsendingar frá síðast Dakar rallakstri og sáu þeir 745 farartæki af öllum gerðum keppa sín á milli í þessum erfiða þolakstri. Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent
Ford ætlar að senda tvo bíla til þátttöku í Dakar rallinu á næsta ári sem fer fram í janúar. Ford hefur smíðað tvo sérútbúna Ranger pallbíla sem verða örugglega enn hæfari til hraðaksturs í erfiðu landslagi en hinn öflugi Ford F-150 SVT Raptor, sem fyrirtækið býður almenningi til sölu. Bíllinn verður með 350 hestafla V8 vél úr Ford Mustang og sex gíra skiptingu. Hámarkshraði bílsins er reyndar ekkert sérstaklega hár, eða 170 km/klst. Bensíntankur bílsins er engin smámíði og tekur hann 500 lítra, sem ekki er vanþörf á í svona keppni. Þessir tveir Ranger bílar eru smíðaðir í S-Afríku af fjölþjóða hópi. Ökumenn bílanna tveggja munu fá aðstoð frá 24 manna hópi frá Ford á meðan keppnin stendur yfir. Dakar keppnin stendur frá 5. til 18. janúar og eknir verða rúmlega 8.500 kílómetrar frá Argentínu til Chile og er það í 6. skipti sem ekið er á þeim slóðum, en keppnin á næsta ári verður sú 35. í röðinni. Yfir einn milljarður manns sáu sjónvarpsútsendingar frá síðast Dakar rallakstri og sáu þeir 745 farartæki af öllum gerðum keppa sín á milli í þessum erfiða þolakstri.
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent