RS útgáfur Evoque og Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 12:45 Range Rover Sport Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent
Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent