Baltasar í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 12:30 Hér er Baltasar með eiginkonu sinni Lilju Pálmadóttur og börnum á rauða dreglinum í New York. getty/nordicphotos Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira