Fölsuðu eyðslutölur og voru reknir Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 14:45 Chevrolet Tavera jepplingurinn sem seldur er í Indlandi Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent