Unnu 17,6 milljarða og keyptu sér notaðan bíl Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 12:30 Hjónin heppnu Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent