Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Sigmar Sigfússon á Samsung-vellinum skrifar 8. ágúst 2013 17:17 Mynd/Daníel Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn