Tesla kemur aftur á óvart með hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 11:58 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent