BMW i8 eyðir 2,5 l. en er 4,5 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 10:45 BMW i8 Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent