Anna ekki eftispurn í Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 15:00 Ford Fiesta ST er að slá í gegn Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent