GM sker 5.000 dali af Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 11:15 Chevrolet Volt Samkeppnin á rafbílamarkaðnum fer síharðnandi og ekki langt síðan Nissan lækkaði verulega verð Leaf rafmagnsbíls síns, til að auka sölu hans. Ekki þurfti lengi að bíða viðbragða General Motors, sem nú hefur lækkað verð Volt um 5.000 dollara og kostar hann nú 34.995 dollara, eða 4,2 milljónir króna í Bandaríkjunum. Að auki fá nýir eigendur Chevrolet Volt 7.500 dollara endurgreiðslu frá ríkinu þar sem bíllinn mengar lítið og því er endanlegt verð hans 27.495 dollarar, eða aðeins 3,3 milljónir króna. Það telst ekki sérlega mikið fyrir stóran og vel búinn lúxusbíl. Ford lækkaði einnig verð Ford Focus EV um 4.000 dollara fyrir stuttu. General Motors segir að fyrirtækið hafi náð verulegum árangri í að lækka framleiðslukostnað bílsins að undanförnu. GM segir að næsta kynslóð bílsins, sem væntanleg er árið 2015, muni kosta 5-10.000 færri dollara í framleiðslu en núverandi bíll. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Samkeppnin á rafbílamarkaðnum fer síharðnandi og ekki langt síðan Nissan lækkaði verulega verð Leaf rafmagnsbíls síns, til að auka sölu hans. Ekki þurfti lengi að bíða viðbragða General Motors, sem nú hefur lækkað verð Volt um 5.000 dollara og kostar hann nú 34.995 dollara, eða 4,2 milljónir króna í Bandaríkjunum. Að auki fá nýir eigendur Chevrolet Volt 7.500 dollara endurgreiðslu frá ríkinu þar sem bíllinn mengar lítið og því er endanlegt verð hans 27.495 dollarar, eða aðeins 3,3 milljónir króna. Það telst ekki sérlega mikið fyrir stóran og vel búinn lúxusbíl. Ford lækkaði einnig verð Ford Focus EV um 4.000 dollara fyrir stuttu. General Motors segir að fyrirtækið hafi náð verulegum árangri í að lækka framleiðslukostnað bílsins að undanförnu. GM segir að næsta kynslóð bílsins, sem væntanleg er árið 2015, muni kosta 5-10.000 færri dollara í framleiðslu en núverandi bíll.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent