Stóð á verði á meðan formaðurinn pissaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 13:18 Borghildur og stuðningsmenn FK Aktobe. Mynd/Samsett „Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira