Ein milljón Hyundai Santa Fe Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 08:45 Ný kynslóð Hyundai Santa Fe Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent
Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent