14% aukning bílasölu í júlí í BNA Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 10:15 Toyota gekk gríðarvel í júlí vestanhafs Ólíkt er að bera saman bílasölu sitthvoru megin Atlantshafsins. Í Evrópu er bílasala í svo mikilli lægð að leita verður 20 ár aftur í tímann til að finna lægri sölutölur. Í Bandaríkjunum er hún hinsvegar svo góð að hún er að ná þeirri góðu sölu sem var fyrir efnahagshrunið og gæti salan í ár orðið jafngóð eða betri en árið 2007. Tölur frá nýliðnum júlímánuði í Bandaríkjunum sína 14% betri sölu en í fyrra og árið stefnir í 16 milljón bíla sölu. Gengi framleiðenda er þó nokkuð misjafnt þó næstum allir þeirra hafi selt meira en í fyrra. Af stærri framleiðendunum stóð Honda sig best með 21% aukningu. Toyota seldi 17,3% meira, GM 16,3% og Ford, Chrysler og Nissan voru öll með meira en 11% aukningu. Athyglivert þykir einnig að Toyota með undirmerkin Lexus og Scion seldi fleiri bíla en Ford og var það í fyrsta skiptið frá því í Mars árið 2010 sem það gerist. Hástökkvari mánaðarins var hinsvegar Jaguar með 59,6% aukningu og Subaru náði 42,9% meiri sölu. Porsche hélt áfram góðu gengi sínu með 36,3% vexti, Mazda 29,4%, Mitsubishi 27,2%, Lexus 26,3% og Land Rover 22%. Allir þessir framleiðendur teljast þó til smærri framleiðenda og er samanlögð sala þeirra minni en hvers og eins þeirra sem fyrr er getið. Það bílamerki sem farnaðist verst í júlí var Infinity, lúxusmerki Nissan, en sala þess minnkaði um 33,2%. Aðeins tveir aðrir framleiðendur upplifðu minnkandi sölu, en Chrysler seldi 3,9% færri bíla og Volkswagen 3,3%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent
Ólíkt er að bera saman bílasölu sitthvoru megin Atlantshafsins. Í Evrópu er bílasala í svo mikilli lægð að leita verður 20 ár aftur í tímann til að finna lægri sölutölur. Í Bandaríkjunum er hún hinsvegar svo góð að hún er að ná þeirri góðu sölu sem var fyrir efnahagshrunið og gæti salan í ár orðið jafngóð eða betri en árið 2007. Tölur frá nýliðnum júlímánuði í Bandaríkjunum sína 14% betri sölu en í fyrra og árið stefnir í 16 milljón bíla sölu. Gengi framleiðenda er þó nokkuð misjafnt þó næstum allir þeirra hafi selt meira en í fyrra. Af stærri framleiðendunum stóð Honda sig best með 21% aukningu. Toyota seldi 17,3% meira, GM 16,3% og Ford, Chrysler og Nissan voru öll með meira en 11% aukningu. Athyglivert þykir einnig að Toyota með undirmerkin Lexus og Scion seldi fleiri bíla en Ford og var það í fyrsta skiptið frá því í Mars árið 2010 sem það gerist. Hástökkvari mánaðarins var hinsvegar Jaguar með 59,6% aukningu og Subaru náði 42,9% meiri sölu. Porsche hélt áfram góðu gengi sínu með 36,3% vexti, Mazda 29,4%, Mitsubishi 27,2%, Lexus 26,3% og Land Rover 22%. Allir þessir framleiðendur teljast þó til smærri framleiðenda og er samanlögð sala þeirra minni en hvers og eins þeirra sem fyrr er getið. Það bílamerki sem farnaðist verst í júlí var Infinity, lúxusmerki Nissan, en sala þess minnkaði um 33,2%. Aðeins tveir aðrir framleiðendur upplifðu minnkandi sölu, en Chrysler seldi 3,9% færri bíla og Volkswagen 3,3%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent