14% aukning bílasölu í júlí í BNA Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 10:15 Toyota gekk gríðarvel í júlí vestanhafs Ólíkt er að bera saman bílasölu sitthvoru megin Atlantshafsins. Í Evrópu er bílasala í svo mikilli lægð að leita verður 20 ár aftur í tímann til að finna lægri sölutölur. Í Bandaríkjunum er hún hinsvegar svo góð að hún er að ná þeirri góðu sölu sem var fyrir efnahagshrunið og gæti salan í ár orðið jafngóð eða betri en árið 2007. Tölur frá nýliðnum júlímánuði í Bandaríkjunum sína 14% betri sölu en í fyrra og árið stefnir í 16 milljón bíla sölu. Gengi framleiðenda er þó nokkuð misjafnt þó næstum allir þeirra hafi selt meira en í fyrra. Af stærri framleiðendunum stóð Honda sig best með 21% aukningu. Toyota seldi 17,3% meira, GM 16,3% og Ford, Chrysler og Nissan voru öll með meira en 11% aukningu. Athyglivert þykir einnig að Toyota með undirmerkin Lexus og Scion seldi fleiri bíla en Ford og var það í fyrsta skiptið frá því í Mars árið 2010 sem það gerist. Hástökkvari mánaðarins var hinsvegar Jaguar með 59,6% aukningu og Subaru náði 42,9% meiri sölu. Porsche hélt áfram góðu gengi sínu með 36,3% vexti, Mazda 29,4%, Mitsubishi 27,2%, Lexus 26,3% og Land Rover 22%. Allir þessir framleiðendur teljast þó til smærri framleiðenda og er samanlögð sala þeirra minni en hvers og eins þeirra sem fyrr er getið. Það bílamerki sem farnaðist verst í júlí var Infinity, lúxusmerki Nissan, en sala þess minnkaði um 33,2%. Aðeins tveir aðrir framleiðendur upplifðu minnkandi sölu, en Chrysler seldi 3,9% færri bíla og Volkswagen 3,3%. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Ólíkt er að bera saman bílasölu sitthvoru megin Atlantshafsins. Í Evrópu er bílasala í svo mikilli lægð að leita verður 20 ár aftur í tímann til að finna lægri sölutölur. Í Bandaríkjunum er hún hinsvegar svo góð að hún er að ná þeirri góðu sölu sem var fyrir efnahagshrunið og gæti salan í ár orðið jafngóð eða betri en árið 2007. Tölur frá nýliðnum júlímánuði í Bandaríkjunum sína 14% betri sölu en í fyrra og árið stefnir í 16 milljón bíla sölu. Gengi framleiðenda er þó nokkuð misjafnt þó næstum allir þeirra hafi selt meira en í fyrra. Af stærri framleiðendunum stóð Honda sig best með 21% aukningu. Toyota seldi 17,3% meira, GM 16,3% og Ford, Chrysler og Nissan voru öll með meira en 11% aukningu. Athyglivert þykir einnig að Toyota með undirmerkin Lexus og Scion seldi fleiri bíla en Ford og var það í fyrsta skiptið frá því í Mars árið 2010 sem það gerist. Hástökkvari mánaðarins var hinsvegar Jaguar með 59,6% aukningu og Subaru náði 42,9% meiri sölu. Porsche hélt áfram góðu gengi sínu með 36,3% vexti, Mazda 29,4%, Mitsubishi 27,2%, Lexus 26,3% og Land Rover 22%. Allir þessir framleiðendur teljast þó til smærri framleiðenda og er samanlögð sala þeirra minni en hvers og eins þeirra sem fyrr er getið. Það bílamerki sem farnaðist verst í júlí var Infinity, lúxusmerki Nissan, en sala þess minnkaði um 33,2%. Aðeins tveir aðrir framleiðendur upplifðu minnkandi sölu, en Chrysler seldi 3,9% færri bíla og Volkswagen 3,3%.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent